Tónsmiðja Dúkkulísa

Frumraun okkar dúkkulísa, þ.e. að stofna til rokksmiðju fyrir austfirskar rokkskottur tókst vel. Rokksmiðjan fór fram fyrir um 10 dögum síðan, austur á Egilsstöðum og 12 skottur mættu til leiks. Við, þær eldri og reyndari, vorum fljótar að sjá hæfileikana í stúlkunum og á skömmum tíma urðu til tvær hljómsveitir, Heebeegeebee og Scran, ásamt einu allsherjar slagverkskombói. Eftir klukkutíma innlögn og upphitun var skottunum hent út í djúpu laugina og hlutirnir fóru að gerast. Alveg ótrúleg upplifun að fylgjast með þessu. Í lok fyrsta dagsins voru gamlir slagarar farnir að óma um húsið og við Dúkkulísur afskaplega snortnar.

Og nú líður að frumflutningi á afrakstri þessarar rokksmiðju. Næstkomandi laugardag verða útgáfutónleikar okkar Dúkkulísa, en við ákváðum fyrr á árinu að fagna 25 ára afmælinu með útgáfu á nýjum og gömlum lögum okkar lísanna og þar munu koma fram fyrrnefndar hljómsveitir...og það með pomp og prakt. Það verður gaman að fylgjast með skottunum, ég frétti af æfingu hjá þeim í gærkveldi og allt gekk vel!

Glæsilegt! Ég hlakka mikið til.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband