Tónsmiðja Dúkkulísa

Frumraun okkar dúkkulísa, þ.e. að stofna til rokksmiðju fyrir austfirskar rokkskottur tókst vel. Rokksmiðjan fór fram fyrir um 10 dögum síðan, austur á Egilsstöðum og 12 skottur mættu til leiks. Við, þær eldri og reyndari, vorum fljótar að sjá hæfileikana í stúlkunum og á skömmum tíma urðu til tvær hljómsveitir, Heebeegeebee og Scran, ásamt einu allsherjar slagverkskombói. Eftir klukkutíma innlögn og upphitun var skottunum hent út í djúpu laugina og hlutirnir fóru að gerast. Alveg ótrúleg upplifun að fylgjast með þessu. Í lok fyrsta dagsins voru gamlir slagarar farnir að óma um húsið og við Dúkkulísur afskaplega snortnar.

Og nú líður að frumflutningi á afrakstri þessarar rokksmiðju. Næstkomandi laugardag verða útgáfutónleikar okkar Dúkkulísa, en við ákváðum fyrr á árinu að fagna 25 ára afmælinu með útgáfu á nýjum og gömlum lögum okkar lísanna og þar munu koma fram fyrrnefndar hljómsveitir...og það með pomp og prakt. Það verður gaman að fylgjast með skottunum, ég frétti af æfingu hjá þeim í gærkveldi og allt gekk vel!

Glæsilegt! Ég hlakka mikið til.

 


Dúkkulísur að verða 25 ára

Jæja, þá er vinnu við gerð nýjustu plötu okkar að verða lokið. Platan á leið í masteringu, hönnunarvinna við gerð umslags á lokastigi og því bara eftir að framleiða plötuna...og svo koma henni út til fólksins. Hvernig sem við lísurnar förum nú að því! Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og lærdómsríkt tímabil og á síðustu vikum hefur það svo margoft sannað sig að það eru smásigrarnir skipta öllu máli. Þeir eru það sem þetta líf snýst um...og jú liggja á bakinu og fjölga sér;) Mér finnst við geta fært fjöll þessa dagana, sem er náttúrulega frábær tilfinning. Ekki misskilja þetta, það er ekki það að þetta sé allt saman svona frábært, hún er bara svo góð tilfinningin að geta gert allt sem mann dettur í hug!! Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Þessi tilfinning getur auðvitað líka verið varasöm. Hún getur gert það að verkum að manni finnst maður þurfa að gera allt... svona allt er ómögulegt tilfinning. og þá er lífið orðið dáldið flókið. Og það má ekki. Það er best að hafa hlutina einfalda, svona eins og í bókum Jóns Kalmans. Ég las Skurðir í rigningu um daginn, er að lesa núna Sumarið bakvið brekkuna...og þvílík snilld!! Allt er svo einfalt og skemmtilegt.

Og það er svo gott.


Sumarið er tíminn...

til að ferðast um landið okkar, eða hvað? Ég held það og ferðalögin síðustu daga hafa aldeilis staðfest það. Það er ekki hægt að vera hér í borginni á sumrin. Maður verður einfaldlega að komast út á land. Það er svo hollt og gott að engin orð fá þeirri tilfinningu lýst sem læðist um líkamann þegar maður skríður af stað...upp Ártúnsbrekkuna og útúr bænum. Og það skiptir svo sannarlega ekki máli hvert maður er að fara...hvílíkt land og hvílík náttúra. Ég er búin að þvælast um landið þvert og endilangt undanfarna daga, verið dáldið fyrir austan og norðan, í Eyjafirði, Skagafirði, á Fljótsdalshéraði, á Snæfellsnesinu og Vesturlandi allsstaðar fæ ég þessa ótrúlega og ólýsanlegu frelsis- og kærleikstilfinningu. Ég fyllist lotningu.

Það eina sem gæti haft áhrif á þessa dásemd er verðlagning hér á landi. Af hverju þarf það að vera dýrt að ferðast um eigið land? Af hverju kostar flug aðra leið til Egilstaða 12.422?? Af hverju kostar að leigja 12 fermetra hálfan sumarbústað 15.900 eina nótt?? Af hverju kosta einn kaffibolli og þrjú djúsglös 930?? Nú eða ein tertusneið 680 krónur?? Létt máltíð fyrir tvo fullorðna og tvö börn 8.658??

Ég bara skil þetta ekki;(


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband