Dúkkulísur að verða 25 ára

Jæja, þá er vinnu við gerð nýjustu plötu okkar að verða lokið. Platan á leið í masteringu, hönnunarvinna við gerð umslags á lokastigi og því bara eftir að framleiða plötuna...og svo koma henni út til fólksins. Hvernig sem við lísurnar förum nú að því! Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og lærdómsríkt tímabil og á síðustu vikum hefur það svo margoft sannað sig að það eru smásigrarnir skipta öllu máli. Þeir eru það sem þetta líf snýst um...og jú liggja á bakinu og fjölga sér;) Mér finnst við geta fært fjöll þessa dagana, sem er náttúrulega frábær tilfinning. Ekki misskilja þetta, það er ekki það að þetta sé allt saman svona frábært, hún er bara svo góð tilfinningin að geta gert allt sem mann dettur í hug!! Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Þessi tilfinning getur auðvitað líka verið varasöm. Hún getur gert það að verkum að manni finnst maður þurfa að gera allt... svona allt er ómögulegt tilfinning. og þá er lífið orðið dáldið flókið. Og það má ekki. Það er best að hafa hlutina einfalda, svona eins og í bókum Jóns Kalmans. Ég las Skurðir í rigningu um daginn, er að lesa núna Sumarið bakvið brekkuna...og þvílík snilld!! Allt er svo einfalt og skemmtilegt.

Og það er svo gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gaman að það skuli vera að koma ný plata frá þessari merku sveit....ekki á Kalli Rarik lag á henni eða hvað, er hann kannski alveg hættur að semja slagara drengurinn

Georg P Sveinbjörnsson, 11.7.2007 kl. 21:37

2 identicon

Kalli á gömlu góðu lögin sín...og hann lumar á nokkrum alveg frábærum, drengurinn. Hvetjum piltinn hér með!

erla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband